Þjóðminjasafn Íslands afhenti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum brot úr skinnhandritum til varðveislu 11. maí 2011. Markmiðið með afhendingunni var að stilla saman strengi varðveislustofnana á þann hátt að þjóðminjar og ljósmyndir yrðu varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands, handrit í Árnastofnun og skjalasöfn í Þjóðskjalasafni.
Handritsbrot Þjóðminjasafns Íslands komust flest í eigu safnsins á fyrstu árum þess þegar Sigurður málari Guðmundsson veitti safninu forstöðu. Hann safnaði af áhuga og dugnaði merkum gripum í samræmi við skilgreinda söfnunarstefnu þess tíma. Vitað er að Sigurður lýsti eftir handritum og þá sérstaklega eftir litskrúðugum handritsbrotum, meðal annars nótnablöðum. Ekki hafa varðveist mörg önnur slík skinnbrot með nótum en í þeim er fólgin ómetanleg menningarsaga Íslendinga og mikilvægur þáttur í okkar tónlistararfi. Meðal þessara brota eru leifar messusöngsbóka, saltara og lögbóka og nokkur embættisbréf.
Handritsbrot Þjóðminjasafns Íslands komust flest í eigu safnsins á fyrstu árum þess þegar Sigurður málari Guðmundsson veitti safninu forstöðu. Hann safnaði af áhuga og dugnaði merkum gripum í samræmi við skilgreinda söfnunarstefnu þess tíma. Vitað er að Sigurður lýsti eftir handritum og þá sérstaklega eftir litskrúðugum handritsbrotum, meðal annars nótnablöðum. Ekki hafa varðveist mörg önnur slík skinnbrot með nótum en í þeim er fólgin ómetanleg menningarsaga Íslendinga og mikilvægur þáttur í okkar tónlistararfi. Meðal þessara brota eru leifar messusöngsbóka, saltara og lögbóka og nokkur embættisbréf.
Flest handritanna úr safni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem búið er að ljósmynda má finna á vefnum handrit.is.
Þar er að finna ítarlegri upplýsingar um handritin, hægt að skoða myndir af einstökum síðum handritanna og sækja niðurhal þeirra.
Þar er að finna ítarlegri upplýsingar um handritin, hægt að skoða myndir af einstökum síðum handritanna og sækja niðurhal þeirra.